„Umsátursástand“

Framkvæmdir við strætóstæðin fara illa í íbúana.
Framkvæmdir við strætóstæðin fara illa í íbúana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hér rík­ir umsát­urs­ástand um bíla­stæði. Við erum þeirr­ar skoðunar að þessi ótíma­setti flutn­ing­ur enda­stöðvar Strætós frá Hlemmi, án fyr­ir­heits um hvenær þessi starf­semi fari, hefði átt að fara á minna íþyngj­andi stað,“ seg­ir Axel Hall, formaður hús­fé­lags­ins Völ­und­ar, um fram­kvæmd­ir borg­ar­inn­ar og fyr­ir­hugaða starf­semi á enda­stæðum Strætós bs. við Skúla­götu.

Völ­und­ur er fé­lag íbúðar­eig­enda í sex hús­um við Klapp­ar­stíg og einu við Skúla­götu. Hef­ur fé­lagið kært breyt­ingu borg­ar­inn­ar á deili­skipu­lagi um­rædds svæðis við Skúla­götu til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála.

Einnig er þess kraf­ist að fram­kvæmda­leyfi verði fellt úr gildi og all­ar fram­kvæmd­ir stöðvaðar taf­ar­laust á meðan málið er til meðferðar hjá nefnd­inni.

Axel seg­ir það mat íbú­anna að bæði fram­kvæmd­ir og starf­semi Strætó þarna sé mjög meng­andi og falli held­ur ekki að íbúa­byggðinni. Í kæru Völ­und­ar er m.a. bent á að með breyttu deili­skipu­lagi sé gróf­lega brotið á eign­ar­rétti íbúa í nær­liggj­andi hús­um og hags­mun­um þeirra raskað.

Bend­ir Axel á að strætó­stöðin verði fyr­ir fram­an svefn­her­berg­is­glugga hjá þriðjungi íbú­anna við Klapp­ar­stíg og Skúla­götu, frá sjö að morgni til hálftólf á kvöld­in, með til­heyr­andi ónæði.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert