Stefán E. Stefánsson
Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi, segist ekki muna hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave á sínum tíma. Þetta viðurkennir hann í nýjasta þætti Spursmála.
Ertu til í að upplýsa hvort þú kaust með samningunum eða á móti?
„Ég bara einfaldlega, í sannleika sagt, bara hreinlega man það ekki. Ég bara hreinlega sagt man það ekki.“
Þannig bregst Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði við spurningu þáttarstjórnanda þegar hann er spurður hvernig hann beitti atkvæði sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana. Þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vísaði samningunum í þjóðaratkvæði í óþökk þáverandi meirihluta á Alþingi sem leiddur var af Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni. Baldur var á þeim tíma varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Í viðtalinu er hann einnig spurður út í ummæli sem hann létt falla árið 2011 varðandi málskostsrétt forseta og Icesave-samningana.
Í klippunni hér að ofan má sjá hvernig Baldur fer yfir það mál en hann segir að ákvörðun Ólafs hafi leitt til stjórnmálalegs óstöðugleika.
Viðtalið við Baldur má sjá og heyra í heild sinni hér: