Lögregla innsiglar skemmtistað að beiðni Skattsins

Lögreglan hefur innsiglað skemmtistaðinn B5 að beiðni skattayfirvalda.
Lögreglan hefur innsiglað skemmtistaðinn B5 að beiðni skattayfirvalda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan er í aðgerðum á Laugavegi við veitingastaðinn B5 á Bankastræti 5. Verið er að innsigla hann að beiðni skattayfirvalda.

Eftir að staðurinn hefur verið innsiglaður má ekki fara þar inn þar til skatturinn hefur veitt grænt ljós á það. Fimm lögreglumenn voru á staðnum auk fulltrúa frá skattayfirvöldum

Staðurinn var mannlaus og lokaður þegar að var komið.

„Við fáum beiðni um að innsigla rekstur fyrirtækisins og fáum ekki að vita hverjar ástæður eru þar að baki. En eflaust hafa viðkomandi yfirvöld góða og gilda ástæðu til þess,“ segir Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert