Rannsókn enn í fullum gangi

Lög­regl­unni barst tilkynning um meðvit­und­ar­laus­an karl­mann í sum­ar­húsi um miðjan …
Lög­regl­unni barst tilkynning um meðvit­und­ar­laus­an karl­mann í sum­ar­húsi um miðjan dag á laugardag. mbl.is/Sigurður Sigurgeirsson

Rannsókn lög­regl­unn­ar á Suður­landi á and­láti í sum­ar­húsi í Kiðjabergi miðar vel, að sögn Jón Gunn­ars Þór­halls­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns á Suður­landi.

Hinn látni er karl­maður á fer­tugs­aldri frá Lit­há­en.

Rannsakað sem manndrápsmál

Lög­regla rann­sak­ar nú at­b­urðarás­ina og standa skýrslustökur yfir. 

Erum að rannsaka þetta sem manndrápsmál og erum að tala við alla, síðan þurfum við bara að sjá þegar fram í sækir,“ segir Jón Gunnar. 

Áfram eru fjórir með stöðu sakbornings og sæta tveir þeirra gæslu­v­arðhaldi til 30. apríl á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. Eru sakborningarnir fjórir samlandar hins látna.

Jón Gunnar vildi ekki tjá sig um það hvort játning liggi fyrir í málinu og sagðist ekki geta farið út í nein smáatriði eins og er. 

Að svo stöddu býst hann ekki við því að óska þurfi eftir aðstoð erlendis frá við rannsókn málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert