Sigríður Hrund dregur forsetaframboð til baka

Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti forsetaframboð í 50 ára afmæli sínu.
Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti forsetaframboð í 50 ára afmæli sínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­ríður Hrund Pét­urs­dótt­ir sem hafði gefið það út að hún ætlaði í for­setafram­boð hef­ur dregið fram­boð sitt til baka. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Sig­ríði sem send var á fjöl­miðla. 

Í henni seg­ir Sig­ríður að ekki hafi tek­ist að ná und­ir­skrift­um þeirra 1.500 manns sem til þurfti fyr­ir fram­boðið. 

Þakk­læt­is og stuðningskveðjur 

„Mig lang­ar að þakka meðmæl­end­um mín­um fyr­ir traustið, hvatn­ing­una og tæki­færið sem þau veittu mér. Enn frem­ur lang­ar mig að taka fram að á ferðum mín­um um landið hef­ur verið vel á móti mér tekið í hví­vetna og ég verið au­fúsu­gest­ur hvar sem mig hef­ur borið að garði. Það seg­ir margt um okk­ar ein­stöku þjóð,“ seg­ir Sig­ríður í til­kynn­ing­unni. 

„Meðfram­bjóðend­um öll­um sendi ég hvatn­ing­ar-, þakk­læt­is- og stuðningskveðjur á sinni veg­ferð. Það er ein­stakt að búa í landi sem leyf­ir virkt lýðræði og tján­ing­ar­frelsi. Að geta staðið upp og stigið fram eru mann­rétt­indi sem við eig­um að vernda með því að iðka – átaka­laust.

Sam­gleðjumst

Fram und­an eru áhuga­verðar vik­ur þar sem þjóðin fær að kynn­ast fjöl­breytt­um fram­bjóðend­um ít­ar­lega. Það er ein­læg ósk mín að við sam­gleðjumst og tök­um fagn­andi á móti hug­rökku fólki með mildi og styrk að leiðarljósi.“

„Njót­um dýr­mætra daga,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Sig­ríði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert