Vara við gönguferðum að gosinu

Ljósmynd/Hörður Kristleifsson
Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að fara ekki fótgangandi að eldgosinu við Sund­hnúkagígaröðina. Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar nú undir miðnætti.

Aðvörun þessi fylgir í kjölfar frétta af vaxandi kvikusöfnun við Svartsengi. Eins og fram kom á mbl.is í dag segir Veðurstofan að haldi kviku­söfn­un áfram á svipuðum hraða eru meiri lík­ur á því að kraft­ur eld­goss­ins á Sund­hnúks­gígaröðinni auk­ist veru­lega. Það gæti falið í sér að nýj­ar gossprung­ur opn­ast á svæðinu milli Stóra-Skóg­fells og Haga­fells og/​eða að nú­ver­andi gosop stækki vegna skyndi­legr­ar aukn­ingu í hraun­flæði

Segir lögregla að fyrirvari að slíku gæti orðið stuttur. „Við viljum því biðla til fólks að fara ekki fótgangandi að gosinu,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert