Andrés Magnússon
Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri Orkustofnunar (OS), fór í leyfi frá og með gærdeginum, en hún hefur samhliða þeim störfum verið í innsta hring forsetaframboðs Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra. Þau störf munu unnin í sjálfboðaliðveislu.
Halla Hrund tilkynnti um framboð sitt hinn 7. apríl, en var farin að huga að framboði nokkrum vikum fyrr. Orkumálastjóri tilkynnti svo hinn 12. apríl að hún færi í launalaust leyfi frá þeim degi og fram á kjördag, 1. júní.
Morgunblaðið leitaði í liðinni viku svara hjá OS um tilhögun starfa Karenar vegna óhjákvæmilegrar skörunar á starfsskyldum hennar við stofnunina og í kynningarstörfum fyrir frambjóðandann Höllu Hrund, yfirmann hennar.
Karen er samskiptastjóri OS samkvæmt skipuriti stofnunarinnar, en tekið er fram að hún sé verktaki. Því hlutverki gegndi áður fastráðinn starfsmaður, í nokkuð umfangsmeira starfi þó.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.