Eiríkur Ingi búinn að safna meðmælum

Eiríkur Ingi Jóhannsson.
Eiríkur Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eiríkur Ingi Jóhannsson forsetaframbjóðandi hefur nú safnað öllum meðmælum og undirskriftum sem hann þarfnast fyrir framboð sitt.

Eiríkur Ingi greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni en landskjörstjórn gaf Eiríki í gær frest til klukkan 17 í dag að safna 15 meðmælendum í Sunnlendingafjórðungi.

„Takk kærlega fyrir aðstoðina við hjálparbeiðni mína, hún dugði og gott betur. Þetta var komið á pappír og rafrænt um 18:30 í gær kvöldi. Helmingi fleiri enn þurfti til og endaði í um 80 í heild,“ segir Eiríkur Ingi í færslu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert