Helga fékk undirskriftirnar „á núll einni“

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi er hún skilaði inn framboði sínu á …
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi er hún skilaði inn framboði sínu á föstudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi segist hafa fengið þær undirskriftir sem vantaði fyrir framboð hennar „á núll einni“. 

Í gær var greint frá því að, auk Helgu, vantaði Ástþóri Magnússyni og Eiríki Inga Jóhanssyni upp á meðmælendur fyrir framboð sitt.

Alls skiluðu 13 frambjóðendur inn undirskriftarlista til landskjörstjórnar á föstudag. Stjórnin fer yfir framboðin um helgina og mun úrskurða á fundi sínum á mánudag um gildi framboðanna. 

Ástþór og Eiríkur Ingi hafa til klukkan 17 í dag til þess að skila inn þeim meðmælum sem vantar upp á, en báðum vantar meðmæli í Sunnlendingafjórðungi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert