Stóri plokkdagurinn haldinn í sjöunda sinn

Stóri plokkdagurinn er í dag.
Stóri plokkdagurinn er í dag. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Stóri plokkdagurinn er í dag og verður nú haldinn í sjöunda sinn. 

Rótarý-hreyfingin á Íslandi skipuleggur daginn með aðstoð Landsvirkjunar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Langflest sveitarfélög taka þátt í verkefninu.

Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra setja daginn formlega klukkan 10 við Grafarvog. Safnast verður saman fyrir neðan Stórhöfða 17. Róatrý-klúbburinn í Grafarvogi hefur skipulagt „plokkviðburð“ þar á milli klukkan 10 og 12 og hvetja alla til þátttöku. 

Í tilkynningu kemur fram að endurvinnslustöðvar Sorpu taka á móti plokkuðu rusli endurgjaldslaust dagana í kringum Stóra plokkdaginn. 

Hér að neðan má sjá skipulagða viðburði á Stóra plokkdeginum:

  • Mosfellsbær: Rótarý plokkar kl. 13, hist við Rótarýlundinum við Skarhólabraut.
  • Reykjavík, Rótarýklúbbur Reykjavíkur plokkar Öskjuhlíð kl 11, hist við Nauthól.
  • Reykjavík, Grafarvogur: Rótarý plokkar Grafarvoginn sjálfan kl. 10-12. Setning Plokk dagsins, hist fyrir neðan Nings Stórhöfða.
  • Reykjavík, Breiðholt: Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt kl. 11 við Gerðuberg. Pylsupartý á eftir.
  • Reykjavík, Árbær-Norðlingaholt: Rótarý plokkar kl. 13.30-16 hist við Ársel. Pulsugrill og gos á eftir.
  • Kópavogur: HK-ingar plokka kl. 11-13 við Kórinn og nærumhverfi. Veitingar á eftir.
  • Garðabær: Rótarý Hof og Garðar plokka kl. 12-14 við Vífilstaði. Pulsugrill á eftir.
  • Garðabær: Sjálandsskóli plokkar við skólann kl. 14. Ís á eftir.
  • Álftanes: Rauði Krossinn og forsetinn plokka Álftanesið.
  • Hafnarfjörður: Rótarý plokkar kl. 10-12 við Sólvang, Lækjarskóla og Lækinn. Kaffi og kleinur á eftir.
  • Hafnarfjörður: Rótarý Straumur plokkar kl. 10-12 í miðbænum.

Norðurland

  • Akureyri: Rótarý plokkar kl. 10-12 hittast við Leirunesti.
  • Kelduhverfi: Rótarskot í Norðaustri plokkar kl. 13-15 fjöruna við Fjallahöfn. Vöfflukaffi á eftir.

Austurland

  • Stöðvarfjörður: Plokkað kl. 11 hittast við Grunnskóla Stöðvarfjarðar. Grill á eftir.

Suðurland

  • Selfoss: Rótarý plokkar kl. 13-15 vestast á Suðurhólum. Hist við Háheiði 2.
  • Hveragerði: Plokkað kl. 10 og hist við Lystigarðinn.
  • Eyrarbakki: Plokkað kl. 10 og hist við Olís sjoppuna. 

Vestfirðir

  • Tálknafjörður: Tálknafjarðarskóli plokkar kl. 13 á Lækjartorgi. Kökur og drykkir á eftir. 

Þá má einnig finna ýmsar upplýsingar á plokk.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert