Virknin færist í aukana innan 48 tíma

Land rís enn und­ir Svartsengi, sem er afar óvenju­legt þar …
Land rís enn und­ir Svartsengi, sem er afar óvenju­legt þar sem eldgos er þegar í gangi. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Búast má við því að afl eldgossins við Sundhnúkagíga aukist innan næstu 48 tíma. Gígurinn gæti þá opnast enn frekar.

Þetta skrifar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur á Facebook-síðu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands.

„Slík aukning gæti orðið til þess að gígurinn opnaðist frekar fyrir hraunflæði til suðurs enda eru gígveggirnir þar augljóslega veikir fyrir vegna rennslis undan þeim (s.br. grái gasmökkurinn),“ skrifar Þorvaldur.

Eldgosið hófst af krafti þann 16. mars en nú rís land und­ir Svartsengi. Það telst afar er óvenjulegt að land rísi und­ir yf­ir­stand­andi gosi.

Virknin í gíg­num í eld­gos­inu við Sund­hnúkagíga er enn stöðug, eins og sjá má á vef­mynda­vél­um mbl.is.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert