11 verða í framboði til embættis forseta Íslands

Landskjörstjórn hefur úrskurðað um gildi framboðanna.
Landskjörstjórn hefur úrskurðað um gildi framboðanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls munu 11 manns vera í fram­boði til embætt­is for­seta Íslands. Þetta kom fram í úr­sk­urði lands­kjör­stjórn­ar.

Fyr­ir helgi skiluðu 13 fram­bjóðend­ur fram­boðsgögn­um til lands­kjör­stjórn­ar en fram kom í til­kynn­ingu henn­ar á blaðamanna­fundi í morg­un að fram­boð Kára Vil­mund­ar­son­ar Han­sen og Vikt­ors Trausta­son­ar voru ekki gild.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þessi verða í fram­boði: 

  • Arn­ar Þór Jóns­son
  • Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir
  • Ástþór Magnús­son Wium
  • Bald­ur Þór­halls­son
  • Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son
  • Halla Hrund Loga­dótt­ir
  • Halla Tóm­as­dótt­ir
  • Helga Þóris­dótt­ir
  • Jón Gn­arr
  • Katrín Jak­obs­dótt­ir
  • Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir

Eft­ir að hafa yf­ir­farið meðmæla­lista for­setafram­bjóðend­anna fyr­ir helgi fengu fjór­ir fram­bjóðend­ur frest þangað til í gær til að bæta við sig und­ir­skrift­um, eða þau Ástþór Magnús­son, Helga Þóris­dótt­ir, Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son og Arn­ar Þór Jóns­son, og tókst þeim öll­um að safna nægi­leg­um fjölda und­ir­skrifta.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert