Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), segir mál sveitabæjar í Borgarfirði vera á borði stofnunarinnar og að það sé í vinnslu.
Steinunn Árnadóttir dýraverndunarsinni hefur margsinnis vakið athygli á slæmri meðferð kinda á sveitabænum og tilkynnt til MAST. Nú síðast í apríl þar sem hún birti myndir af nýbornum kindum og lömbum þeirra úti í vorhretinu. Sagði hún kindurnar bera úti þar sem lömbin dræpust.
Hrönn fullyrðir að umráðamenn dýranna séu með aðstoð við sauðburðinn og að kindurnar séu ekki að bera eftirlitslausar.
Þá ítrekar hún að málið sé til meðferðar hjá stofnuninni.