Fullyrðir að kindurnar beri ekki eftirlitslausar

Steinunn tók mynd af kindunum í apríl. Sagði hún kindurnar …
Steinunn tók mynd af kindunum í apríl. Sagði hún kindurnar bera úti eftirlitslausar. Ljósmynd/Steinunn Árnadóttir

Hrönn Ólína Jör­unds­dótt­ir, for­stjóri Mat­væla­stofn­un­ar (MAST), seg­ir mál sveita­bæj­ar í Borg­ar­f­irði vera á borði stofn­un­ar­inn­ar og að það sé í vinnslu.

Stein­unn Árna­dótt­ir dýra­vernd­un­ar­sinni hef­ur margsinn­is vakið at­hygli á slæmri meðferð kinda á sveita­bæn­um og til­kynnt til MAST. Nú síðast í apríl þar sem hún birti mynd­ir af ný­born­um kind­um og lömb­um þeirra úti í vor­hret­inu. Sagði hún kind­urn­ar bera úti þar sem lömb­in dræp­ust.

Hrönn full­yrðir að umráðamenn dýr­anna séu með aðstoð við sauðburðinn og að kind­urn­ar séu ekki að bera eft­ir­lits­laus­ar.

Þá ít­rek­ar hún að málið sé til meðferðar hjá stofn­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert