Komin mynd á manndrápsmálið í Kiðjabergi

Jón Gunnar Þórhallsson
Jón Gunnar Þórhallsson mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Lögreglan á Suðurlandi telur sig vera komna með mynd á það hvað gerðist í sumarbústað þar sem litháenskur maður lést í síðustu viku. 

Málið er rannsakað sem manndrápsmál og að sögn Jóns Gunnars Þórhallssonar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá hjá lög­regl­unni á Suður­landi, er vettvangsrannsókn lokið en hún tók nokkra daga.

„Vettvangurinn er ennþá innsiglaður og ef eitthvað fleira kemur upp þá getum við farið þangað aftur en að svo komnu er vettvangsrannsókn lokið,“ segir Jón Gunnar. Hann segir að rannsókninni miði vel og nú séu skýrslutökur í gangi.

Vettvangsrannsókn er nú lokið.
Vettvangsrannsókn er nú lokið. Mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Tveir sitja enn í gæsluvarðhaldi

Að sögn Jóns hefur lögregla rætt við aðstandendur, óbein vitni auk sakborninga. Tveir sitja í gæsluvarðhaldi en búið er að sleppa tveimur mönnum sem upphaflega voru handteknir. Hinir handteknu eru allir frá Litháen.

„Við erum komnir með mynd á málið en eigum eftir að fá enn betri mynd á þetta,“ segir Jón Gunnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert