Kynning á skýrslu starfshóps um aðra orkukosti verður haldin í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu í dag klukkan 11.
Skýrsla starfshópsins hefur að geyma um 50 tillögur sem m.a. snúa að sólarorku, sjávarorku, smávirkjunum fyrir vatnsafl, varmadæluvæðingu á smærri og stærri skala, bættri orkunýtni og sveigjanlegri orkunotkun.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði starfshópinn á síðasta ári en verkefni hans var að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar, með hliðsjón af sviðsmyndum um aukna orkuþörf vegna markmiða ríkisstjórnarinnar um full orkuskipti fyrir árið 2040.
Starfshópinn skipa þau Ásmundur Friðriksson, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Hægt er að fylgjast með beinu streymi hér fyrir neðan: