Von á nýjum upplýsingum síðar í dag

Land rís enn við Svartsengi.
Land rís enn við Svartsengi. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Ný gögn um landrisið við Svartsengi sem ber­ast fyr­ir há­degi í dag munu varpa bet­ur ljósi á hvort að hægst hafi á hraða riss­ins.

Sér­fræðing­ar Veður­stof­unn­ar munu funda fyr­ir há­degi og meta nýju gögn­in. Má bú­ast við frek­ari upp­lýs­ing­um síðar í dag.

Þetta seg­ir Bjarki Kaldalóns Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands.

Hann tel­ur enn of snemmt að segja til um hvort hægst hafi á landris­inu.

Síðustu mánuði hef­ur hæg­ara landris við Svartsengi verið und­an­fari kviku­hlaups.

Nú þegar eld­gos á sér enn stað er óljóst hvað muni ger­ast þegar þrýst­ing­ur­inn í grynnra kviku­hólf­inu und­ir Svartsengi er kom­inn að þol­mörk­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert