Fraktfélagið Bláfugl hefur skilað inn flugrekstrarleyfi sínu.
Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins.
Er þar vísað í lista Samgöngustofu yfir handhafa flugrekendaskírteina þar sem Bláfugl er ekki lengur á lista.
Bláfugl var stofnað árið 2000 og hefur starfað undir nafninu Bluebird Nordic. Félagið er í eigu Litháensku samsteypunnar Avia Solutioans Group.
Félagið keypti Bláfugl af BB Holding ehf. og hópi sem á Air Atlanta árið 2020.
Bláfugl hefur að mestu sinnt fragtflutningi og meðal annars yfirtók Icelandair flugfélagið og gerði að dótturfyrirtæki Icelandair group.