Grunur er um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð sem tengjast þjófnaðinum á 20 til 30 milljónum króna í Hamraborg í Kópavogi í lok mars.
Samkvæmt heimildum Vísis hefur lögreglan fengið ábendingar um litaða peninga í umferð, meðal annars á stöðum sem reka spilakassa.
Eins og fram hefur komið sprakk litasprengja í annarri af þeim tveimur töskum sem innihélt peninga. Lögreglan hefur ekki gefið upp hversu há upphæð kann að hafa litast þegar litasprengjan sprakk.
Í heild voru sjö töskur teknar úr flutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar og voru litasprengjur í öllum töskunum, líka þeim tómu en litasprengjurnar sprungu ekki allar.