Sniglarnir í halarófu í gegnum miðbæinn

Sniglarnir á ferð um miðbæinn.
Sniglarnir á ferð um miðbæinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Liðsmenn Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna, óku í hádeginu í halarófu frá Grandagarði í átt að Háskólanum í Reykjavík þar sem hópakstri þeirra átti að ljúka.

Tilefnið var að í dag er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag verkamanna.

Sniglarnir óku saman í halarófu.
Sniglarnir óku saman í halarófu. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan segir í tilkynningu að umferðin um Hringbraut og Vatnsmýrarveg sé aftur orðin með eðlilegum hætti eftir akstur Sniglanna og þakkar ökumönnum fyrir tillitssemina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert