Vilja byggja íbúðir við Eiðistorg

Seltjarnarnesbær á lóð við Eiðistorg þar sem nú eru grenndargámar …
Seltjarnarnesbær á lóð við Eiðistorg þar sem nú eru grenndargámar og bílastæði. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er hörkufín lóð og við ætlum að sjá hvað við getum gert þarna,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Samþykkt var á síðasta fundi bæjarráðs á Nesinu að stofna vinnuhóp um þróun lóða á Eiðistorgi og á Orkureitnum svokallaða, lóð við Norðurströnd þar sem nú er bensínstöð Orkunnar og Ísbúð Huppu. Bæjarstjórinn segir að einhugur sé um málið í bæjarstjórn og hann segir að spennandi verði að sjá hvað komi út úr þessari vinnu.

Þór segir að bærinn eigi lóð á Eiðistorgi, næst Nesvegi, þar sem nú eru bílastæði og grenndarstöð. Horft er til þess að byggja þar en engin útfærsla liggur fyrir. Hann segir að leigusamningur vegna Orkureitsins gildi til 2029 og sá reitur verði skoðaður í framhaldinu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert