Hraun úr eldgosinu við Sundhnúkagíga hefur undanfarnar vikur hlaðist upp við varnargarða austan Grindavíkur. Ef kraftur gossins eykst eða nýjar sprungur opnast suður af núverandi gosopi, þarf að gera ráð fyrir framrás hraunjaðarsins við varnargarða austan Grindavíkur.
Þetta kemur fram í nýrri færslu vísindamanna á vef Veðurstofu Íslands.
Á laugardag fór lítil hrauntunga yfir varnargarð austan Grindavíkur. Talin er hætta á að slíkum tilfellum fjölgi, ef kraftur gossins eykst á ný.
Tvennt er talið líklegast hvað varðar framhaldið, eins og segir á vef Veðurstofunnar:
Merki um nýtt kvikuhlaup væru eins og áður afar skyndileg og áköf smáskjálftahrina í og við kvikuganginn og landsig í Svartsengi.