Félagsmenn í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) og Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli sem voru boðaðar á mánudaginn.
Atkvæðagreiðslu þess efnis lauk klukkan 13 í dag.
Um 80% félagsmanna FFR greiddu atkvæði með tillögunni, að því er kemur fram á vefsíðu félagsins.
Á kjörskrá voru 494 og greiddu alls 377 atkvæði, eða 76,1%.
Frá kl. 16 fimmtudaginn 9. maí hefst ótímabundið yfirvinnubann. Það nær til alls félagsfólks Sameykis og FFR sem starfar hjá Isavia ohf. og dótturfélögum.