Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer í 700-800 útköll ári vegna þjófnaðar í verslunum ef skoðaðar eru skráningar í kerfi lögreglunnar frá 2018.
Á síðasta ári voru tilfellin heldur færri en árin á undan en þá voru 691 skipti þar sem óskað var eftir afskiptum lögreglu vegna þjófnaðar í verslunum.
Útköllin voru 868 árið 2019 og 864 árið 2021 sem er það mesta frá 2018. Það sem af er þessu ári eru útköllin 356 talsins.
Þjófnaður í verslunum hérlendis hefur verið mjög til umfjöllunar síðustu mánuðina. Fram kom í viðtali við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra verslunar og þjónustu, hér í blaðinu 30. mars að tjón vegna þjófnaðar í verslunum á Íslandi, sem tengdist alþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi, hlypi á 6-8 milljörðum króna á ári.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.