Bílastæðamálin alveg „út úr kortinu“

Margir leggja á göngustígum og grasbökkum við Fram-svæðið.
Margir leggja á göngustígum og grasbökkum við Fram-svæðið. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum í þvílíkum vandræðum hérna,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Fram.

Athygli hefur vakið að mikið öngþveiti skapast jafnan þegar leikir eru á velli félagsins í Úlfársárdal. Ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir bílastæðum fyrir allan þann fjölda sem þá kemur á svæðið og fyrir vikið leggja ökumenn bifreiðum sínum uppi á grasbökkum og gangstéttum.

Svæðið var formlega tekið í notkun í fyrra og margir hafa lýst furðu á skipulagi þess. Aðstaðan þykir frábær en aðkoma og umgjörð virðist miðuð út frá því að karlalið þess væri enn í Lengjudeildinni. Svo er þó ekki en margir stuðningsmenn félagsins koma langt að enda er ekki langt síðan það var í Safamýri.

„Hér keyrt upp á gras og gangstéttir og víða lagt …
„Hér keyrt upp á gras og gangstéttir og víða lagt ólöglega. Stæðin eru of fá miðað við allan þann fjölda sem hingað kemur.“ mbl.is/Árni Sæberg

Orkunni varið í baráttu fyrir knatthúsi

Þorgrímur framkvæmdastjóri segir að bílastæðin á svæðinu séu á vegum Reykjavíkurborgar. Þó forsvarsmenn félagsins séu ósáttir við stöðu mála segir hann að orku þeirra hafi verið eytt í baráttu fyrir knatthúsi á svæðið.

„En þessi bílastæðamál eru alveg út úr kortinu. Hér keyrt upp á gras og gangstéttir og víða lagt ólöglega. Stæðin eru of fá miðað við allan þann fjölda sem hingað kemur. Við erum með yfir 2.500 einstaklinga sem æfa á svæðinu og auk þess er fólk að koma í skólann, bókasafn og Dalslaugina,“ segir hann.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert