Halla svarar fyrir útgjöldin hjá Orkustofnun

Halla Hrund Logadóttir segir ekkert óeðlilegt við tugmilljóna verktakagreiðslur sem runnið hafa á síðustu misserum til fyrirtækja sem tengjast eða eru í eigu einstaklinga sem vinna að framboði hennar.

Þetta kemur fram í nýju viðtali við Höllu Hrund í Spursmálum þar sem hún er spurð út í greiðslurnar.

Hægt að gera allt tortryggilegt

„Stefán. Það er auðvitað hægt að reyna að gera allt tortryggilegt,“ segir hún þegar farið er yfir þau fyrirtæki sem Orkustofnun hefur greitt fyrir þjónustu og tengjast einstaklingum með fyrrnefndum hætti.

Ég er ekki að reyna. Ég er bara hérna með tölur. Finnst þér ekki ástæða fyrir fólk að staldra við?

„Mér er ljúft og skylt að fara yfir þessi mál af fullri einurð og heiðarleika. Ég þekki öll nöfnin sem þarna koma fram en ég get tekið sem dæmi að þetta fyrirtæki sem vinnur held ég í mannauðsmælingum, CEO Huxun, sé komið til löngu fyrir mína tíð sem orkumálastjóri, bara svo að það sé sagt,“ segir Halla Hrund.

Orðaskiptin milli hennar og þáttarstjórnanda um þetta mál má sjá í spilaranum hér að ofan.

Viðtalið við Höllu Hrund má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert