Í dag er útlit fyrir hægan vind á mestöllu landinu, suðlægri eða breytilegri átt.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að á vestanverðu landinu verður skýjað með köflum og þurrt að mestu, mögulega lítilsháttar skúrir á stöku stað.
Austanlands situr rakt loft yfir og þar má búast við súld á köflum eða þokumóðu.
Hiti verður víða á bilinu 5 til 10 stig.
Á morgun fer hins vegar aðeins að blása úr suðri, á bilinu 3-10 m/s, hvassast vestast á landinu.
Útlit er fyrir dálitla skúri eða jafnvel slyddu því það verður svalt í lofti. Á Norður- og Austurlandi ætti að hanga þurrt.
Á morgun kólnar lítillega í veðri.