Lögregla var kölluð út að verslun Krónunnar í Skeifunni um klukkan 16 í dag, eftir að karlmaður hafði látið þar ófriðlega og slegið til starfsmanns verslunarinnar sem hugðist meina honum inngöngu.
Sjónarvottur tjáir mbl.is að fjöldi fólks hafi fylgst með látum mannsins, sem ekki mælti á íslensku, eftir að starfsmaðurinn reyndi að hefta för hans inn í verslunina.
Eftir einhver orðaskipti mun maðurinn hafa slegið til starfsmannsins. Hlupu þá aðrir til sem áður höfðu staðið álengdar, þar á meðal viðskiptavinir, og náðu að yfirbuga manninn.
„Það var greinilegt að maðurinn ætlaði ekki að fara af sjálfsdáðum, jafnvel þó búið væri að koma höndum yfir hann,“ segir sjónarvottur sem mbl.is ræddi við.
Dreif þá skyndilega að lögregluþjóna, sem að lokum náðu að binda enda á áflogin og handsama manninn.
Uppfært: