Samninganefndir SA annars vegar og Sameykis og FFR hins vegar sitja enn að í Karphúsinu um tíu klukkustundum frá því fundur hófst klukkan 12 á hádegi.
Hvort það þýði að samningsaðilar séu að ná saman skal ósagt látið en fyrir liggur að boðað hefur verið til verkfallsaðgerða sem eiga að hefjast á miðvikudag.
Unnar Örn Ólafsson formaður FFR sagði í samtali við mbl.is á dögunum að enginn ágreiningur væri um launaliðinn heldur væru aðrir þættir til umræðu.
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA sagði í samtali við mbl.is fyrr í kvöld að hún væri bjartsýn og að alltaf væri von þegar fólk sæti enn við samningaborðið.