Landrisið við Svartsengi er stöðugt og eru nú um tólf milljónir rúmmetra af kviku í kvikuhólfinu. Örlítil aukning í skjálftavirkni við kvikuganginn hefur sést síðustu daga. Þetta segir Minney Sigurðarsóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
„Þannig að það styttist í nýjustu tíðindi geri ég ráð fyrir.“
Kvikuhlaup hefur orðið þegar kvikumagnið er á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra. „Þetta er enn að fyllast,“ segi hún.
Líklegast þykir að það opnist nýjar gossprungur á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og/eða að virkni gígsins aukist jafnt og þétt.
Ef að nýjar gossprungur opnast gæti fyrirvarinn verið mjög stuttur. Minney nefnir að bergið er orðið mjög veikt eftir allar jarðhræringarnar og því „búið að hrista vel upp í þessu“.
Spurð út í stöðuna á gosinu nefnir Minney að gígbarmurinn er orðinn mjög hár svo erfitt er að sjá kvikuna en að af og til sjáist kvikuslettur skjótast upp.
„Það er mjög rólegt í þessu gosi en það er ennþá í gangi,“ segir hún og bætir við að staðan á gosinu sé mjög svipuð og í gær.