Breytingarnar ekki afturvirkar

Reykjavík.
Reykjavík. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ekki er leng­ur heim­ilt að gefa út leyfi til rekst­urs gisti­staða í íbúðar­hús­næði og skal rekstr­ar­leyf­is­skyld gisti­starf­semi vera í samþykktu at­vinnu­hús­næði. Þá verður aðeins hægt að sækja um leyfi til heimag­ist­ing­ar í íbúðar­hús­næði í 90 daga á ári sam­kvæmt breyt­ing­um á lög­um um veit­ingastaði, gisti­staði og skemmt­ana­hald.

Lilja Al­freðsdótt­ir menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra lagði fram frum­varp um breyt­ing­arn­ar og var það samþykkt í síðustu viku. Frum­varpið er hluti af mót­vægisaðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar á fram­boðshlið íbúðar­hús­næðis á suðvest­ur­horni lands­ins og liður í því að mæta eft­ir­spurn eft­ir íbúðar­hús­næði.

Ein­stak­ling­ar geta áfram leigt út heim­ili sín í allt að 90 daga á ári, eða fyr­ir sem nem­ur tveim­ur millj­ón­um króna í leigu­tekj­ur. Eft­ir að því marki er náð get­ur viðkom­andi ekki sótt um rekstr­ar­leyfi gisti­staða held­ur verða slík leyfi ein­ung­is gef­in út ef um at­vinnu­hús­næði er að ræða eða ef út­leigu­ein­ing­in er í dreif­býli.

Lilja seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið breyt­ing­una vera sjálf­sagða og að al­gjör samstaða hafi verið á þingi varðandi samþykkt frum­varps­ins. Borið hef­ur á því að ein­stak­ling­ar hafi verið með at­vinnu­starf­semi skráða sem gisti­starf­semi og því ekki greitt þá skatta af starf­sem­inni sem eðli­legt væri. „Við bara telj­um að þetta hafi ekki verið í takti við lög­in eins og þau voru sam­in á sín­um tíma,“ seg­ir Lilja.

Lög­in eru ekki aft­ur­virk og munu því ekki hafa áhrif á þá sem eru nú þegar bún­ir að fá leyfi fyr­ir rekst­ur gisti­staða í íbúðar­hús­um inn­an þétt­býl­is. Lilja von­ast til að breyt­ing­arn­ar muni gera það að verk­um að framtíðarfram­boð verði meira og betra gagn­sæi verði á þess­um markaði.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert