Halla hélt forystu en Katrín sækir á

Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir.
Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir. Samsett mynd

Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri hélt for­ystu sinni í viku­legri skoðana­könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið, en 29,7% þeirra sem af­stöðu tóku til fram­bjóðenda í for­seta­kjöri sögðust vilja hana helst.

Þar nokkuð á eft­ir er Katrín Jak­obs­dótt­ir, fv. for­sæt­is­ráðherra, með 21,3% en fast á hæla henni Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræðipró­fess­or. Ekki er töl­fræðilega mark­tæk­ur mun­ur á þeim tveim­ur. Jón Gn­arr er þar svo tals­vert fyr­ir aft­an.

Halla Hrund var í könn­un­inni með fylgi á svipuðum slóðum og í liðinni viku, en þó að mælital­an sé hærri nú en þá er það allt inn­an vik­marka.

Hins veg­ar er greini­legt að Katrín Jak­obs­dótt­ir er aft­ur að sækja í sig veðrið eft­ir að hafa lækkað nokkuð bratt í liðinni viku.

Rétt er að taka fram að könn­un­in var gerð í liðinni viku og fram á gær­dag, en þorri svar­anna barst áður en sjón­varp­s­kapp­ræður for­setafram­bjóðenda fóru fram. Viðbúið er að þær hafi haft nokk­ur áhrif á fylgi fram­bjóðenda, sem þessi könn­un end­ur­spegl­ar ekki.

Fylgi annarra fram­bjóðenda breytt­ist lítið, svo máli skipti, en þó má geta þess að Halla Tóm­as­dótt­ir for­stjóri fór upp í 5,1% og Arn­ar Þór Jóns­son lögmaður hækkaði tals­vert, upp í 4,3%.

Aft­ur var ekki aðeins spurt hver menn vildu að ynni kosn­ing­arn­ar, held­ur hver menn teldu að ynni, óháð eig­in af­stöðu. Þar skara þær Halla Hrund og Katrín fram úr og ekki töl­fræðilega mark­tæk­ur mun­ur á þeim.

Hins veg­ar eru mun færri trúaðir á að Bald­ur eða Jón Gn­arr geti sigrað úr því sem komið er. Aðeins þriðji hver fylgj­andi Jóns tel­ur hann eiga mögu­leika, en aðeins sjötti hver fylgj­andi Bald­urs tel­ur þetta tapað.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka