„Maðurinn minn [Lárus Arnar Sölvason] hjólaði 1.340 km frá Danmörku til Parísar með Team Rynkeby í fyrsta skipti sumarið 2022,“ segir Louisa Sif Mønster sem ætlar að hjóla ásamt Lárusi til Parísar núna í júlí til að safna fyrir Umhyggju, regnhlífarsamtök fyrir langveik börn.
„Við kynntumst þessu upphaflega af því að dóttir okkar greindist með bráðahvítblæði 2017 sem var sama ár og þessi söfnun hófst hérlendis,“ segir Louisa og bætir við að á þessum tíma var verið að safna fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, svo málefnið hafi brunnið á þeim hjónum.
„Við vorum að fylgjast með þessu meðan dóttir okkar var í meðferð í tvö og hálft ár og ég man að við töluðum um að það væri gaman að taka þátt í þessu í framtíðinni þegar allt væri orðið stabílt hjá henni.“ Árið 2021 var staðan orðin góð hjá fjölskyldunni og Lárus ákvað að að sækja um í Team Rynkeby og safna fé fyrir verkefnið.
Team Rynkeby er góðgerðarverkefni sem hófst í Danmörku árið 2002 þegar nokkir starfsmenn Rynkeby Foods ákváðu að hjóla frá Danmörku til Parísar, og Rynkeby Foods og önnur fyrirtæki styrktu ferðina.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.