Skaðaminnkandi aðgerðir vegna ópíóíðavanda í gangi

Willum Þór Þórsson segir að nálgast þurfi málaflokkinn af mildi, …
Willum Þór Þórsson segir að nálgast þurfi málaflokkinn af mildi, án fordóma, þvingunar og mismununar í svari sínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þó nokkr­ar aðgerðir eru yf­ir­stand­andi sem byggja á skaðam­innk­andi hug­mynda­fræði gagn­vart ópíóíðavanda að sögn Will­ums Þórs Þórs­son­ar heil­brigðisráðherra. Á næstu vik­um mun staðbundið neyslu­rými opna á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá er hafið til­rauna­verk­efni um niður­tröpp­un ópíóíða, svefn­lyfja og ró­andi lyfja. 

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í svari heil­brigðisráðherra við fyr­ir­spurn frá Evu Sjöfn Helga­dótt­ur, varaþing­manni Pírata, um skaðam­innk­andi aðgerðir vegna ópíóíðavanda.

Starfs­hóp­ur skil­ar loka­skýrslu á næstu vik­um

Í svari Will­ums kem­ur fram að lögð hafi verið þung áhersla á skaðam­innk­andi nálg­un í þess­um mála­flokki og að hann telji brýnt að leggja áherslu á að draga úr nei­kvæðum af­leiðing­um vímu­efna­notk­un­ar og stuðla að já­kvæðum breyt­ing­um fyr­ir not­end­ur og sam­fé­lagið í heild.

„Heil­brigðisráðherra skipaði starfs­hóp 6. sept­em­ber 2023 og fól hon­um að semja fyrstu ís­lensku skaðam­innk­un­ar­stefn­una og leggja til aðgerðaáætl­un sem bygg­ist á þeirri stefnu. Í starfs­hópn­um eiga sæti 19 full­trú­ar innri og ytri hags­munaaðila sem hafa bein eða óbein áhrif á mála­flokk­inn,“ seg­ir í svari Will­ums. 

Óskað var meðal ann­ars eft­ir því að starfs­hóp­ur­inn skoðaði aðgerðir sem fælu í sér úrræði eins og lágþrösk­uldaaðgengi að heilsu­gæslu, efna­grein­ingu vímu­efna, fræðslu um ör­ugga notk­un vímu­efna og fjöl­breytt­ari viðhaldsmeðferðir. Starfs­hóp­ur­inn vinn­ur einnig að mati á stöðu skaðam­innk­un­ar á Íslandi sem og rýn­ir þróun skaðam­innk­un­ar á Norður­lönd­um, í Evr­ópu og ann­ars staðar í heim­in­um.

Í svar­inu kem­ur fram að bú­ist sé við því að hóp­ur­inn muni skila loka­skýrslu til ráðherra á næstu vik­um og að loka­skýrsl­an muni inni­halda drög að stefnu og aðgerðaáætl­un sem tek­ur mið af þróun skaðam­innk­un­ar.

Samið um þjón­ustu SÁÁ 

Sjúkra­trygg­ing­um Íslands hef­ur verið falið að gera einn heild­ar­samn­ing um þjón­ustu SÁÁ, þar með talið vegna viðhaldsmeðferða við ópíóðafíkn. Það eru SÁÁ, Land­spít­ali og geðheilsu­teymi fang­elsa sem veita viðhaldsmeðferð við fíkn­inni á Íslandi. 

Sam­kvæmt svari Will­ums vinna Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands nú að kostnaðarmati varðandi aukið aðgengi að viðhaldsmeðferð. Gert er ráð fyr­ir því að einnig verði samið um flýti­mót­töku þar sem ein­stak­ling­um í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagn­reyndri heil­brigðisþjón­ustu á borð við frá­hvarfsmeðferð, vímu­efnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mæt­ir þörf­um þeirra. 

„Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands vinna að kostnaðarmati vegna þess­ar­ar þjón­ustu. Samn­ingaviðræður standa nú yfir og ganga vel.“

Verk­efni byggð á skaðam­innk­un í gangi

Í svar­inu fjall­ar Will­um um yf­ir­stand­andi aðgerðir hér á landi sem byggja á skaðam­innk­andi hug­mynda­fræði. Þar kem­ur meðal ann­ars fram að aðgengi að neyðar­lyf­inu Nyxoid-nefúða hafi verið tryggt not­end­um á landsvísu. 

Þá seg­ir að heil­brigðisráðuneytið styrki nú til­rauna­verk­efni til sex mánaða sem felst í per­sónusniðinni meðferðaráætl­un fyr­ir ein­stak­linga sem taka sterk verkjalyf eða svefn- og ró­andi lyf að staðaldri og vilja aðstoð til að hætta eða draga úr notk­un þeirra. Áætlað er að um 300 ein­stak­ling­ar að lág­marki muni nýta sér þjón­ust­una.

Eins og áður hef­ur komið fram munu staðbundið neyslu­rými opna á næstu vik­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Verk­efnið bygg­ir á sam­starfi Reykja­vík­ur­borg­ar og Rauða kross­ins, sem mun ann­ast þjón­ust­una með fjár­magni frá heil­brigðisráðuneyt­inu sam­kvæmt samn­ingi við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands.

Fyr­ir­hugað er einnig að setja af stað til­rauna­verk­efni um viðhaldsmeðferð í end­ur­hæf­ing­ar­skyni sem trygg­ir samþætta þjón­ustu fé­lags- og heil­brigðis­kerf­is­ins í nærum­hverfi hlutaðeig­andi ein­stak­linga. Verk­efnið er í mót­un seg­ir í svari heil­brigðisráðherra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert