Fékk alla í salnum til að rétta upp hönd

Halla Hrund Logadóttir fékk hátt í 200 manns í Valaskjálf á Egilsstöðum til að rétta upp hönd á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is í gærkvöldi. 

„Rétt upp hönd sem er stoltur af íslenska hestinum,“ sagði Halla.

Fundargestir réttu þá allir upp hönd og klöppuðu svo í kjölfarið.

Fundargestir voru allir stoltir af íslenska hestinum.
Fundargestir voru allir stoltir af íslenska hestinum. mbl.is/Brynjólfur Löve

Hyggst halda sauðfé á Bessastöðum

Sagði hún þetta í framhaldi af spurningu eins fund­ar­gests sem spurði hana hvort hún hygðist halda sauðfé og hesta á Bessa­stöðum. Svaraði hún því játandi.

„Það verður ákveðið fé, koll­ótt eða ferhyrnt, á Bessa­stöðum. Það sama gild­ir í raun og veru um ís­lenska hest­inn,“ sagði Halla.

Fleiri fund­ir eru á döf­inni í Hring­ferð Morg­un­blaðsins. 14. maí verður borg­ar­a­fund­ur á Hót­el Sel­fossi klukkan 19.30 með Baldri Þór­halls­syni. Þá verður borg­ar­a­fund­ur á Græna hatt­in­um á Ak­ur­eyri 20. maí klukkan 19.30 með Katrínu Jakobsdóttur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert