FFR og Sameyki undirrita langtímasamning

Fé­lag flug­mála­starfs­manna rík­is­ins, Sam­eyki, Isa­via og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa und­ir­ritað lang­tíma­samn­ing sem bygg­ir á stöðug­leika­samn­ingn­um sem und­ir­ritaður var í mars við meiri­hluta fé­laga á al­menn­um vinnu­markaði. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins.

Samn­ing­ur­inn gild­ir frá 1. fe­brú­ar 2024 til 1. fe­brú­ar 2028.  

FFR og Sam­eyki höfðu boðað verk­fallsaðgerðir á Kefla­vík­ur­flug­velli sem áttu að hefjast í þess­ari viku. 

Sömu launa­hækk­an­ir

„Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér sömu launa­hækk­an­ir og samið var um í Stöðug­leika­samn­ingn­um. Við náðum jafn­framt ár­angri í því að sam­ræma ákveðin atriði hjá þeim fé­lög­um sem að hon­um standa og hagræðingu fyr­ir Isa­via byggt á inn­an­hússtil­lögu frá rík­is­sátta­semj­ara, því þurfa bæði fé­lög að samþykkja hann til þess að hann haldi gildi sínu,“ er haft eft­ir Sig­ríði Mar­gréti Odds­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í til­kynn­ing­unni.

„Verðbólga er á niður­leið og verðbólgu­vænt­ing­ar eru lægri núna en þær voru fyr­ir ári síðan.  Það má því færa rök fyr­ir því að raun­stýri­vext­ir séu ansi háir og það hlýt­ur því að stytt­ast í að vaxta­lækk­un­ar­ferli Seðlabank­ans hefj­ist. Þessi samn­ing­ur er liður í því að skapa efna­hags­leg­ar aðstæður sem styðja við það.“

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert