Landsvirkjun hefur afnumið skerðingar á raforkuafhendingu til stærstu viðskipavina sinna. Skerðingar hafa staðið yfir frá lok síðasta árs.
Fram kemur í tilkynningu, að það sé um 3-5 vikum fyrr en reiknað hafi verið með um miðjan sl. mánuð. „Staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar batnar nú nokkuð ört og mikill snjór á hálendinu gefur fyrirheit um gott innstreymi í lónin á næstu vikum,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun tilkynnti undir lok síðasta árs að viðskiptavinir þeirra yrðu fyrir skerðingu á raforku afhendingu. Stórnotendur á suðvesturhluta landsins urðu fyrst fyrir skerðingunni, næst var skert til Elkem, Norðuráls og Rio Tinto, auk fjarvarmaveitna.
Þá var einnig gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskifjölversmiðja, fiskiþurrkana og gagnavera sem stunda rafmyntagröft, en þær skerðingar munu standa áfram.
Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins sem náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilsvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins.
Ástæðan fyrir skerðingu var einstaklega lélegt vatnsár sem gekk hratt á uppistöðulón Landsvirkjunar.
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar batni nú nokkuð hratt.