„Allt frá reiði yfir í létti“

149 manns verður sagt upp hjá bænum.
149 manns verður sagt upp hjá bænum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í næstu viku mun koma í ljós hverj­ir verða fyr­ir barðinu á hópupp­sögn­inni sem Grinda­vík­ur­bær hef­ur boðað. 149 manns verður sagt upp störf­um frá og með 1. júní.

Hörður Guðbrands­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Grinda­vík­ur, sat upp­lýs­inga­fund með bæj­ar­stjórn ásamt öðrum úr verka­lýðshreyf­ing­unni í dag.

„Mér finnst ég ekki geta annað en sýnt þessu skiln­ing,“ seg­ir Hörður í sam­tali við mbl.is.

„Ákvörðun um fækk­un starfa er bæj­ar­stjórn Grinda­vík­ur­bæj­ar afar þung­bær, en bæj­ar­full­trú­ar eru ein­huga um nauðsyn henn­ar. Aðgerðirn­ar verða sárs­auka­full­ar
fyr­ir starfs­fólk, fjöl­skyld­ur þeirra og aðra íbúa Grinda­vík­ur, en eru for­senda þess að sveit­ar­fé­lagið geti snúið vörn í sókn þegar aðstæður breyt­ast. Bæj­ar­stjórn er sann­færð
um að með tím­an­um muni sam­fé­lag og mann­líf blómstra í Grinda­vík á ný,“ seg­ir meðal ann­ars í til­kynn­ing sem bær­inn sendi í fyrra dag.

Kom ekki á óvart

Fyr­ir ligg­ur að ekki verður skólastarf í Grinda­vík á næsta skóla­ári og því seg­ir Hörður að þetta hafi ekki komið sér á óvart.

Hann seg­ir að nokkr­ir tug­ir fé­lags­manna hans séu lík­lega að missa vinn­una og að viðbrögð þeirra séu mis­mun­andi. Flest­ir séu að velta fyr­ir sér hlut­um sem snúa að rétt­inda­mál­um, eins og veik­inda­rétti, sum­ar­fríi og or­lofs­rétti.

„Viðbrögðin eru auðvitað margs kon­ar. Allt frá reiði yfir í létti,“ seg­ir hann og bæt­ir við:
„Mörg­um hef­ur fund­ist þetta hafa hangið yfir og verið mjög óþægi­legt,“ seg­ir hann og út­skýr­ir að mörg­um sé létt yfir því að ákvörðun sé inn­an seil­ing­ar, þó ekki sé enn búið að kynna hverj­ir missa vinn­una.

Hörður tel­ur að meg­inþorri þeirra sem missi vinn­una séu skóla­starfs­menn en tek­ur þó fram að ekki sé enn kom­in út nán­ari út­færsla á því hverj­ir missi vinn­una.

„Ég legg bara áherslu á að þessu sé flýtt eins og mögu­legt er svo að
fólk þurfi ekki að vera lengi í bið og óvissu í viðbót. Á þess­um tíma­punkti legg ég mesta áherslu á það,“ seg­ir Hörður.

Hörður Guðbrandsson.
Hörður Guðbrands­son. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert