Eldur í iðnaðarhúsnæði

Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði.
Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði. mbl.is/Eyþór

Eldur braust út í iðnaðarhúsnæði á Höfða fyrir skömmu. Einn var inni í byggingunni og náði sá að forða sér út. 

Er slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi að störfum.

Þetta segir Stefán Krist­ins­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við mbl.is.

„Okkur skilst að það sé búið að slökkva en við erum að vinna að reykræstingu. Þetta var iðnaðarhúsnæði, mikill eldsmatur, en sem betur fer tókst að slökkva þetta í byrjun svo ekki varð mikið tjón,“ segir Stefán en segir engu að síður mikinn reyk koma frá húsinu. 

Sjónarvottar sáu fimm sjúkrabíla keyra að Höfða fyrir skömmu en Stefán segir það staðlað viðbragð.

„Við sendum yfirleitt allt okkar lið og þau eru á sjúkrabílum líka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert