„Kjarasamningurinn var það sem skipti mestu máli“

Sigríður Margrét Oddsdóttir ásamt kollegum sínum í Samtökum atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir ásamt kollegum sínum í Samtökum atvinnulífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir samn­ing­ur­inn sem SA hafi gert við fé­lag flug­mála­starfs­manna rík­is­ins og Sam­eyk­is í gær feli í sér pró­sentu­hækk­an­ir og bygg­ist á stöðug­leika­samn­ing­um sem gerðir voru á al­menn­um vinnu­markaði í mars.

Sig­ríður Mar­grét seg­ir að al­menn­ar pró­sentu­hækk­an­ir séu 3,25 pró­sent á þessu ári og 3,5 pró­sent á ár­un­um 2025, 2026 og 2027 með lág­marki 23.750 krón­um. Hún seg­ir að í samn­ing­un­um séu sam­bæri­leg for­sendu­ákvæði og aðrir þætt­ir og voru gerðir í kjara­samn­ing­un­um á al­mennu vinnu­markaði í mars.

Spurð hvort það hafi verið eitt­hvað annað til umræðu og til semja um í viðræðunum við fé­lag flug­mála­starfs­manna rík­is­ins og Sam­eyki seg­ir Sig­ríður:

„Kjara­samn­ing­ur­inn var það sem skipti mestu máli en á þess­um vett­vangi er verið að ræða líka innri mál sem verið er að ná sam­komu­lagi um. En það að ganga frá þess­um samn­ingi í gær er liður í að skapa þær efna­hags­legu aðstæður sem styðja við það að vaxta­lækk­un­ar­ferlið geti haf­ist.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert