Orðið „samsek“ var krotað á veggi utanríkisráðuneytisins þegar mótmæli fóru þar fram sem félagið Ísland-Palestína stóð fyrir í morgun.
Lögreglan var með viðbúnað á svæðinu vegna mótmælanna.
Í skriflegu svari til mbl.is segir Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi ráðuneytisins, að ráðuneytið hafi ekki upplýsingar um hver stóð að baki krotsins, en búið er að hreinsa það af veggjum hússins.