Tekst Jóni að lækka í leiðindunum á föstudag?

Jón Gnarr situr fyrir svörum í Spursmálum næstkomandi föstudag.
Jón Gnarr situr fyrir svörum í Spursmálum næstkomandi föstudag. Skjáskot

Jón Gnarr forsetaframbjóðandi verður aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í næsta þætti af Spursmálum.

Þátturinn verður sýndur hér á mbl.is á föstudag klukkan 14.

Spursmál hafa vakið töluverða athygli í samfélaginu undanfarið fyrir beinskeyttar umræður um forsetaframbjóðendur og kosningabaráttu þeirra. Í Spursmálum er knúið á um svör frambjóðenda við erfiðum spurningum sem eiga erindi við kjósendur og situr Jón Gnarr fyrir svörum í næsta þætti. 

Líkt og í fyrri þáttum Spursmála verður krefjandi spurningum beint að Jóni um hvernig hann hyggst fara með vald forsetaembættisins verði hann kjörinn.

Eftirspurn eftir meira stuði?

Vegna bakgrunns Jóns sem skemmtikraftur og leikari hefur hann löngum stimplað sig inn í þjóðarsálina með einskæru skopskyni sínu. Jón hefur sagst hafa íhugað framboð sitt til forseta frá því hann lét af embætti borgarstjóra Reykjavíkur en ekki látið af því verða fyrr en nú.

Kosningabarátta Jóns hefur haldið góðum dampi undanfarið og samkvæmt nýjustu fylgiskönnun Prósents nemur fylgi Jóns um 14,7%. 

Á frambjóðendafundi Hringferðar Morgunblaðsins og mbl.is sem haldinn var á Ísafirði á dögunum hafði Jón orð á því að almennt þætti honum offramboð á leiðindum í íslensku samfélagi. Á sama tíma sagðist hann bera virðingu fyrir formlegum skyldum sem forseta er skylt að rækja.

„Mér finnst dá­lítið á okk­ar ágæta landi, svo­lítið lengi – nokk­ur ár – búið að vera of­fram­boð á leiðind­um. Það finnst öll­um gam­an að hafa gam­an – það er ekki bara ég,“ sagði Jón og sannfærði landsmenn um að þótt hann sé líklegur til að slá á létta strengi sé hann einnig fær um að taka málum alvarlega þegar svo beri undir.

„Það er hluti af þessu starfi og það fylgja þessu starfi ákveðnar skyld­ur. Ég mun rækja þær af fyllsta metnaði og virðingu,“

Ekki missa af hispurslausri og líflegri umræðu í Spursmálum alla föstudaga hér á mbl.is.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert