Eldgosinu er lokið

Eldgosinu er lokið.
Eldgosinu er lokið. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Eld­gos­inu í Sund­hnúkagíg­um er lokið. Kviku­söfn­un held­ur þó áfram und­ir Svartsengi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands.

„Sér­fræðing­ar Al­manna­varna flugu dróna yfir gosstöðvarn­ar við Sund­hnúk í gær­kvöldi og þá var enga virkni að sjá í gígn­um. Gosórói hafði farið minnk­andi í gær og eng­ar hraunslett­ur sáust úr gígn­um í nótt. Þessu eld­gosi sem stóð yfir í tæpa 54 dag­ar er því lokið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Kviku­söfn­un held­ur áfram

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að kviku­söfn­un und­ir Svartsengi haldi þó áfram.

„Kviku­söfn­un held­ur þó áfram und­ir Svartsengi og lík­an­reikn­ing­ar gera ráð fyr­ir því að um 13 millj­ón rúm­metr­ar af kviku hafi bæst við í kviku­hólfið frá því að eld­gosið hófst 16. mars. Því verður að telj­ast lík­legt að kvika hlaupi aft­ur úr kviku­hólf­inu und­ir Svartsengi yfir í Sund­hnúkagígaröðina áður en langt um líður.“

Þá seg­ir að Veður­stof­an muni áfram fylgj­ast náið með stöðunni á gosstöðvun­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert