Segir útlit fyrir lokun apóteka

Andrés segir viðvarandi skort á lyfjafræðingum hér á landi.
Andrés segir viðvarandi skort á lyfjafræðingum hér á landi. mbl.is/Ómar

„Ef þarna verður ekki breyting á mun það hafa í för með sér alvarlega röskun á starfsemi apótekanna í sumar, ekki síst í apótekum á landsbyggðinni,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í samtali við Morgunblaðið. Útlit sé fyrir að nýútskrifaðir lyfjafræðingar fái ekki útgefin starfsleyfi fyrr en í júlí og geti þ.a.l. ekki hafið störf í apótekum fyrr en þá.

Andrés segir viðvarandi skort á lyfjafræðingum hér á landi og slegist sé um hvern þann sem útskrifast frá háskólanum, en búist sé við ellefu í vor. Apótekin hafi undanfarin ár treyst á að nýútskrifaðir lyfjafræðingar kæmu til starfa strax að námi loknu.

Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu.
Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Segir hann að samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn þurfi embætti landlæknis að gefa út starfsleyfi til þeirra lyfjafræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga sem útskrifast til þess að þeir geti hafið störf. Venjulega sé ekki hægt að gefa út starfsleyfi fyrr en eftir formlega útskrift úr háskóla, sem hingað til hafi verið í kringum 25. júní, en það ferli taki jafnan tvær til þrjár vikur.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert