Tíðni jarðskjálfta eykst við Sundhnúkagígaröðina

Skjálftavirkni við Sundhnúkagígaröðina heldur áfram að aukast.
Skjálftavirkni við Sundhnúkagígaröðina heldur áfram að aukast. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Tíðni jarðskjálfta við Sundhnúkagígaröðina á Reykjanesskaga hefur aukist á milli daga en á síðastliðnum sólarhring hafa mælst 87 jarðskjálftar.

Þetta segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Þeir voru held ég 60 deginum áður og svo 30 þar áður – svona um það bil. Þannig það er alveg augljós aukning,“ segir hún.

Fer ekki á milli mála þegar dregur til tíðinda

Hún segir ómögulegt að segja til um það hversu mörgum skjálftum megi gera ráð fyrir þegar draga fer til tíðinda en hún segir þó að þeir verði margfalt fleiri en þeir sem mælast núna.

„Það fer ekkert á milli mála þegar það gerist,“ segir hún.

Ekki er gert ráð fyrir miklum fyrirvara fyrir næsta eldgos.

„Jafnvel nánast enginn fyrirvari eins og var í gosinu 16. mars, þá var mjög væg og lítil skjálftavirkni, ef þetta er að brjóta sér leið í þessum Sundhnúkakvikugangi,“ segir Sigríður.

Lík­leg­ast er að það byrji aft­ur að gjósa við Sund­hnúkagíga en þó er ekki úti­lokað að eld­gos komi upp ann­ars staðar eins og vestur fyrir Grindavík. Þá væri meiri fyrirvari og jafnvel mætti búast við stærri jarðskjálftum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert