Grunur er um að eldurinn sem kviknaði í rúmfötum í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbænum í gærkvöldi hafi kviknað út frá sígarettu.
Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við mbl.is að lögreglunni hafi borist tilkynning um mikinn reyk í íbúðinni á tíunda tímanum í gær.
Þegar slökkvilið bar að garði var íbúinn sofandi. Eins og segir var mikill reykur í íbúðinni og var hún því reykræst.
Ekki þurfti að rýma allt húsið. Einn var fluttur til aðhlynningar á bráðamóttöku.