Ábyrgðin hjá samninganefnd

Lóð Orkunnar við Birkimel 1 er ein bensínstöðvalóðanna.
Lóð Orkunnar við Birkimel 1 er ein bensínstöðvalóðanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri athafnaborgarinnar á skrifstofu borgarstjóra, áréttar að samningar um bensínstöðvar frá því í júnímánuði 2022 hafi verið unnir af starfshóp sem skipaður var eftirfarandi starfsmönnum: Haraldi Sigurðssyni, á umhverfis- og skipulagssviði, Óla Jóni Hertervig, á eignaskrifstofu fjármálasviðs, og Þórhildi Lilju Ólafsdóttur, hjá embætti borgarlögmanns.

„Hvorki ég né Ívar [Örn Ívarsson, deildarstjóri lögfræðideildar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara] höfðum nokkra aðkomu að þessari samningagerð og getum ekki svarað fyrir samningagerðina. Við vísum á þessa aðila varðandi þau atriði,“ segir Óli Örn.

Fjöldinn á reiki

Tilefnið er frétt í Morgunblaðinu í fyrradag og fyrirspurn sem blaðið lagði fyrir Óla Örn og Ívar Örn um byggingarheimildir á lóðunum.

Fram kom í fréttinni að fjöldi íbúða sem heimilt verður að reisa á bensínstöðvalóðum í borginni væri nokkuð á reiki. Borgin hafi áætlað í desember 2022 að 700-800 íbúðir yrðu á bensínstöðvalóðum. Samkvæmt tilkynningu frá borginni síðastliðinn þriðjudag hafði hún lækkað þá tölu niður í 387-464 íbúðir.

Þá kom fram í sömu frétt að Óli Örn hefði vísað fyrirspurninni til Ívars Arnar en svar þá ekki borist um daginn.

Svarið enn í vinnslu

Daginn sem fréttin birtist hafði Óli Örn samband við blaðamann og sagði misræmi í ofangreindum tölum eiga sér eðlilegar skýringar. Boðaði síðan að frekari upplýsingar myndu berast frá Ívari Erni síðar um daginn. Þær bárust hins vegar hvorki í fyrradag né í gær.

Svarið við fyrirspurninni er því enn í vinnslu hjá borginni.

Umræddar íbúðaheimildir hafa verið til umræðu í vikunni, í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um málið, en út frá þeim verður hægt að áætla verðmæti lóðanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert