Býður Bjarna á friðarráðstefnu

Volodímír Selenskí þakkar Bjarna Benediktssyni fyrir stuðning íslenskra stjórnvalda.
Volodímír Selenskí þakkar Bjarna Benediktssyni fyrir stuðning íslenskra stjórnvalda. AFP

Volodímír Selenskí forseti Úkraínu hefur boðið Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á friðarráðstefnu í Sviss sem verður haldin dagana 15. og 16. júní.

Þetta kemur fram í færslu hans á miðlinum X frá því í dag.

Selenskí óskar Bjarna jafnframt til hamingju með skipunina í forsætisráðherraembættið.

Selenskí þakklátur Bjarna

„Ég er þakklátur Bjarna Benediktssyni fyrir að staðfesta komu sína og fyrir vilja til að nýta persónuleg tengsl hans við Afríku til að hvetja sem flesta leiðtoga frá til að sækja ráðstefnuna,“ segir hann í færslunni.

Ræddu þeir einnig komandi leiðtogafund Úkraínu og Norður-Evrópuríkja og samningaferli tvíhliða öryggissamnings ríkjanna.

Selenskí þakkaði íslenskum stjórnvöldum fyrir aðstoð í orkumálum í Úkraínu á sama tíma og Rússar ráðast á innviði ríkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert