Volodímír Selenskí forseti Úkraínu hefur boðið Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á friðarráðstefnu í Sviss sem verður haldin dagana 15. og 16. júní.
Þetta kemur fram í færslu hans á miðlinum X frá því í dag.
Selenskí óskar Bjarna jafnframt til hamingju með skipunina í forsætisráðherraembættið.
„Ég er þakklátur Bjarna Benediktssyni fyrir að staðfesta komu sína og fyrir vilja til að nýta persónuleg tengsl hans við Afríku til að hvetja sem flesta leiðtoga frá til að sækja ráðstefnuna,“ segir hann í færslunni.
Ræddu þeir einnig komandi leiðtogafund Úkraínu og Norður-Evrópuríkja og samningaferli tvíhliða öryggissamnings ríkjanna.
Selenskí þakkaði íslenskum stjórnvöldum fyrir aðstoð í orkumálum í Úkraínu á sama tíma og Rússar ráðast á innviði ríkisins.
I had my first call with Iceland’s Prime Minister @Bjarni_Ben to congratulate him on his appointment and invite him to the Peace Summit in Switzerland. I am grateful to Prime Minister Benediktsson for confirming his attendance and willingness to use his personal contacts in… pic.twitter.com/OWs2QH7VSR
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 10, 2024