Gæsluvarðhald framlengt um tvær vikur

Krafa lögreglunnar um að framlengja gæsluvarðhald var staðfest af dómara …
Krafa lögreglunnar um að framlengja gæsluvarðhald var staðfest af dómara í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dómari hefur staðfest kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um framlengingu á gæsluvarðhald yfir tveimur litháískum mönnum sem grunaðir eru um manndráp í sumarhúsi í Kiðjabergi.

Þetta staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Verða þeir í gæsluvarðhaldi til 23. maí en gærsluvarðhald yfir mönnunum átti að renna út klukkan fjögur í dag. Gæsluvarðhaldskrafa lögrelgunnar byggðist á rannsóknarhagsmunum.

Jón Gunnar Þórhallsson gat ekki upplýst frekar um málið en að það sé enn á rannsóknarstigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert