Óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi

Jón Gunnar Þórhallsson.
Jón Gunnar Þórhallsson. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Lögreglan á Suðurlandi mun óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir tveimur litháískum mönnum sem grunaðir eru um aðild að manndrápi í sumarhúsi í Kiðjabergi.

Þetta staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Byggir áframhaldandi gæsluvarðhaldskrafa á rannsóknarhagsmunum.

Gæsluvarðhald yfir mönnum á að renna út klukkan fjögur í dag og verður það svo dómara að ákveða hvort hann verði við ósk lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert