Tilkynnt var um slys í mótorkrossbrautinni í Mosfellsbæ í gær. Þar höfðu tveir einstaklingar skollið saman og voru þeir fluttir á slysadeild Landspítalans til skoðunar.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þá segir af nokkrum ökumönnum sem lögreglan hafði afskipti af sem eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.
Þá var tilkynnt um laus hross á Vesturlandsvegi við Hvalfjarðarveg. Ekki fylgir sögunni hvernig gekk að koma hestunum aftur á sinn stað.
Þá voru tveir menn handteknir grunaðir um slagsmál.